Virkja samhæfingarmiðstöð ef þörf þykir

Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almananvörnum.
Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almananvörnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almannavarnir ríkislögreglustjóra fylgjast grannt með gangi mála vegna mikillar skjálftavirkni á Norðurlandi. Enn er ekki tilefni til að virkja samhæfingarmiðstöð almannavarna.

Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri, segir að enn hafi ekki orðið slys á fólki, en óvissustigi var lýst yfir fyrr í dag. 

„Það voru engar tilkynningar um slys eða tjón svo það er ennþá ekki ástæða til að virkja samhæfingarmiðstöð. Við erum hérna á vaktinni og þau fyrir norðan líka. Við metum ástandið, fylgjumst með og erum tilbúin til að virkja ef þess þarf,“ segir Rögnvaldur. 

„Það er áfram óvissustig og við fylgjumst mjög grannt með.“

Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir á Tjör­nes­brota­belt­inu síðan um há­degi í gær en á milli klukk­an sjö og átta í gær­kvöldi færðist aukið líf í hrin­una.

Jarðskjálfti, 5,3 að stærð, varð 18,1 km norðvest­ur af Gjög­ur­tá klukk­an 15:05. Skjálft­inn fannst vel á Sigluf­irði, Ak­ur­eyri, Ólafs­firði, Hrís­ey og á Hofsósi.

Þá varð ann­ar stór skjálfti á svipuðu svæði um klukkan 19:26. Fyrstu mæl­ing­ar gefa til kynna að skjálft­inn hafi verið 5,6 af stærð. Skjálft­inn fannst víða, allt vestur í Búðardal og á Ísafirði, suður á Akranesi og austur á Seyðisfirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert