Enn sem komið er er skjálftavirkni norðvestur af Gjögurtá frekar staðbundin, en þó er greinilegt að að minnsta kosti tvær sprungur eru virkar.
Virknin tengist landrekshreyfingum, en á Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu safnast upp spenna vegna flekahreyfinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Skjálftavirkni hófst á svæðinu um hádegi á föstudag og eru skjálftar orðnir um 2.000 talsins, þar af 74 yfir 3 að stærð. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.
Kortið sýnir afstöðu jarðskjálftahrinunnar nú m.v. hrinurnar sem urðu 2012 og 2013. Enn sem komið er er virknin frekar...
Posted by Veðurstofa Íslands on Sunday, June 21, 2020