Hið minnsta tvær sprungur virkar

Kortið sýnir afstöðu jarðskjálftahrinunnar nú m.v. hrinurnar sem urðu 2012 …
Kortið sýnir afstöðu jarðskjálftahrinunnar nú m.v. hrinurnar sem urðu 2012 og 2013. Kort/Jarðvísindastofnun

Enn sem komið er er skjálftavirkni norðvest­ur af Gjög­ur­tá frekar staðbundin, en þó er greinilegt að að minnsta kosti tvær sprungur eru virkar.

Virknin tengist landrekshreyfingum, en á Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu safnast upp spenna vegna flekahreyfinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirkni hófst á svæðinu um hádegi á föstudag og eru skjálftar orðnir um 2.000 talsins, þar af 74 yfir 3 að stærð. Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrinunnar.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert