Líkfundur í Keflavík

Smábátahöfn í Grófinni í Keflavík.
Smábátahöfn í Grófinni í Keflavík. Ljósmynd/Visit Reykjanes

Lík fannst í berg­inu við smá­báta­höfn­ina í Gróf í Kefla­vík um miðjan dag í dag. Lög­regl­an er með málið til rann­sókn­ar. Viðbúnaður var mik­ill á milli eitt og þrjú á svæðinu, þar sem allt til­tækt slökkvilið var kallað út, ásamt sjúkra­bíl­um, lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um.

Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um staðfest­ir lík­fund­inn við mbl.is. Málið er rann­sakað sem mannslát en ekki fást frek­ari upp­lýs­ing­ar um rann­sókn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka