Allt tiltækt slökkvilið á Suðurnesjum, björgunarsveitir, tveir sjúkrabílar og lögregla voru að störfum í um tvær klukkustundir í dag rétt við klettinn við Skessuhelli við smábátahöfnina í Keflavík.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja barst útkall um 13.15 og síðan voru viðbragðsaðilar farnir af vettvangi um þrjúleytið.
Lögregan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en veitir enn um sinn ekki nánari upplýsingar um málið.