Setjast aftur að samningaborði klukkan 14

Innan við sólarhringur er í að ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist. …
Innan við sólarhringur er í að ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist. Samningafundur hefst í karphúsinu klukkan 14. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins setjast aftur saman að samningaborðinu hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Náist ekki að semja hefst ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan 8 í fyrramálið. 

Hlé var gert á viðræðum síðdegis í gær og hafa samninganefndirnar fundað í sitt hvoru lagi. Nefndirnar vinna með úrlausnarefni og álitaefni frá ríkissáttasemjara í farteskinu. 

Verkfall hjúkrunarfræðinga mun ná til tæplega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og hafa mikil áhrif á starfsemi heilsugæslunnar og heimahjúkrunar, svo dæmi séu nefnd. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á skimun á Keflavíkurflugvelli og hefur Alma D. Möller landlæknir sagt að mik­il­vægt sé að samningsaðila nái sam­an í viðræðum fyr­ir morgundaginn en ella þurfi að reiða sig á und­anþágur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert