Skjálfti 4,4 að stærð norður af Siglufirði

Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá hádegi á föstudag …
Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá hádegi á föstudag og eru skjálftarnir orðnir fleiri en 2.000 talsins. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærðinni 4,4 varð um 35 kílómetra norður af Siglufirði klukkan 18:20. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, þar af einn 3,4 að stærð.

Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá hádegi á föstudag og eru skjálftarnir orðnir fleiri en 2.000 talsins. Stærstu skjálftarnir urðu í gærkvöldi, 5,3 og 5,6 að stærð. Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert