„Það hefði aldrei náðst sátt um þennan lið“

Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeir bara áttuðu sig á því hve illa verk­fallið myndi bíta og þess vegna fæst þessi niðurstaða. Þegar all­ir sáu að það stefndi í verk­fall voru mál­in kláruð af ábyrgð, bæði af okk­ar hálfu og rík­is­ins, en einnig rík­is­sátta­semj­ara, sem setti fram þessa óvenju­legu til­lögu,“ seg­ir Guðbjörg Páls­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, við mbl.is. „Það var al­ger­lega ljóst hve mik­il­væg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru í þessu kerfi og hvaða al­var­legu af­leiðing­ar það hefði haft að til verk­falls kæmi.“

Í gær lagði rík­is­sátta­semj­ari fram miðlun­ar­til­lögu í kjara­deilu hjúkr­un­ar­fræðinga við ríkið, sem er óvenju­leg að því leyti að aðeins af­markaður þátt­ur í samn­ingn­um fer fyr­ir gerðardóm. Þriggja manna gerðardóm­ur sem sátta­semj­ari mun skipa mun aðeins skera úr um launaliðinn í samn­ingn­um. Um önn­ur atriði hef­ur náðst sátt og þær breyt­ing­ar taka þegar gildi, ef fé­lags­menn FÍH samþykkja miðlun­ar­til­lög­una í at­kvæðagreiðslu sem hefst á miðviku­dag og stend­ur til laug­ar­dags.

Guðbjörg ít­rek­ar í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða miðlun­ar­til­lögu, en ekki sátta­til­lögu eða end­an­legt sam­komu­lag. „Eins og all­ir vita höf­um við ekki náð sam­komu­lagi um launaliðinn. Ríkið hef­ur ekki séð sér fært um að mæta kröf­um okk­ar þar og ágrein­ing­ur­inn hef­ur verið of djúp­stæður til að kom­ast að sam­komu­lagi um þann lið. En við höf­um ekki hvikað eina tommu frá kröf­un­um, þannig að bar­átt­an hef­ur borgað sig,“ seg­ir Guðbjörg.

Það besta í stöðunni

Guðbjörg seg­ir að þó að gerðardóm­ur sé ekki ákjós­an­leg­asta leiðin, hafi hann reynst hjúkr­un­ar­fræðing­um vel fyr­ir fimm árum. Hún treysti því að þetta sé það besta í stöðunni, enda nái samn­ingsaðilar ein­fald­lega ekki sam­an. „Það hefði aldrei náðst sátt um þenn­an lið, al­veg sama hvort það er núna eða inni í verk­falli: Við hefðum ekki hvikað frá okk­ar kröf­um,“ seg­ir hún.

Atriði samn­ings­ins verða kynnt hjúkr­un­ar­fræðing­um á fundi í dag og á morg­un og Guðbjörg hef­ur trú á að hann falli í frjó­an jarðveg, þó að ekki sé hægt að spá fyr­ir um það. Kjara­bæt­urn­ar sem þegar hafi verið komið til leiðar í samn­ingn­um séu veru­leg­ar. „Það er margt búið að ger­ast á þeim 15 mánuðum sem við höf­um verið að. Stór­um þátt­um í okk­ar kröfu­gerð hef­ur verið mætt, eins og stytt­ing vinnu­vik­unn­ar og bætt starfs­um­hverfi. Við erum með þætti í þess­um samn­ingi sem hafa aldrei náðst áður og ég er í heild­ina sátt við hann,“ seg­ir Guðbjörg.

Guðbjörg seg­ir mjög óvenju­legt að rík­is­sátta­semj­ari skuli stíga fram á þessu stigi með miðlun­ar­til­lögu af þess­um toga. „Þetta er mjög sér­stakt. Það þarf mikið til og við sjá­um þetta sjald­an,“ seg­ir hún. Hún seg­ir að sátta­semj­ari hafi sýnt það síðustu mánuði að unnið verði af ábyrgð við skip­un í dóm­inn og að all­ir fái tæki­færi til að skila inn gögn­um og koma sín­um rök­stuðningi á fram­færi áður en ákvörðun verður tek­in um laun­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka