Forsendubrestur og svik vegna samninga

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. mbl.is/​Hari

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir forsendur lífskjarasamninga brostnar með því að lög um afnám 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána sem áttu að vera tilbúin 1. janúar sl., hafi ekki enn verið sett.

Þá liggi fyrir að það frumvarp sem fjármálaráðherra hyggist leggja fram sé með svo miklum undanþágum að nánast allir geti haldið áfram að taka slík lán.

„Að mínu mati er þetta umtalsverður forsendubrestur og svik miðað við það sem um var talað,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert