Frosinn fiskur í neytendaumbúðum

Þorskur í neytendaumbúðum.
Þorskur í neytendaumbúðum.

Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að Niceland Seafood hefur hraðað vöruþróun í frystum afurðum. Fyrstu pakkningarnar, þorskur og ýsa í hálfs og eins kílóa pokum, koma á markaðinn í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Niceland Seafood hefur sérhæft sig í sölu á ferskum fiski til Bandaríkjanna og lagt áherslu á rekjanleika afurðanna frá sjónum við Ísland til neytenda jafnframt því sem lögð er áhersla á heilnæmi afurðanna og uppruna á Íslandi.

Fyrirtækið var komið með dreifingu á nokkrum markaðssvæðum í Bandaríkjunum þegar kórónuveirufaraldurinn teppti mjög flutningsleiðir. Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hægt hafi verið að flytja vörur til Boston og því hafi dreifing þar í kring og víðar á austurströndinni haldið áfram. Ekki hafi verið hægt að sinna markaðnum í Kaliforníu og annars staðar á vesturströndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert