Munar um útgerðina

Eva Sigurbjörnsdóttir segir muna um bátana sem leggja upp afla …
Eva Sigurbjörnsdóttir segir muna um bátana sem leggja upp afla sinn á strandveiðunum í Norðurfirði.

Sjómenn á rúmlega 20 strandveiðibátum róa frá og landa afla sínum í sumar á Norðurfirði á Ströndum.

„Þetta er nokkuð sem okkur hér munar verulega um. Útgerðin skilar sveitarfélaginu tekjum með hafnar- og vigtargjöldum og fleiru slíku og allt þetta skapar meira líf hér á svæðinu,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, í samtali við Morgunblaðið.

Eftir hvern þann dag sem róið er til fiskjar er heimilt að koma með 650 kíló af afla að landi, en til skiptanna á strandveiðum þessa árs eru alls 10 þúsund tonn.

Alls voru gefin út leyfi til strandveiða til um 420 báta í ár, og eins og venjulega er stífast sótt við vestanvert landið. Frá Norðurfirði hafa menn gjarnan sótt norður á bóginn út á reginhaf og veitt vel. Aflinn fer svo á markað og eru flutningabílar daglega í Norðurfirði til að sækja aflann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert