Myndi seinka öllum framkvæmdum

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ná­ist ekki að samþykkja sam­göngu­áætlun og frum­vörp henni tengd fyr­ir þinglok mun öll vinna við und­ir­bún­ing sam­göngu­fram­kvæmda, sem til stend­ur að flýta, seinka sem því nem­ur. Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra í sam­tali við mbl.is.

„Ef frum­vörp eru ekki samþykkt hef­ur Vega­gerðin ekki heim­ild til að ganga til samn­inga, öll útboð frest­ast, und­ir­bún­ing­ur sömu­leiðis og það frest­ar öllu verk­inu,“ seg­ir Sig­urður. Í umræðum á Alþingi í dag sagði hann að 8.700 störf myndu skap­ast vegna fram­kvæmd­anna á öll­um stig­um og munaði um minna.

Umræður hafa staðið í þing­inu um sam­göngu­áætlun frá því fyr­ir helgi og hafa þing­menn Miðflokks­ins haft sig mest í frammi. Þing­menn bæði meiri- og minni­hluta hafa sakað Miðflokks­menn um málþóf, og þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokka sagt þá halda þing­inu í gísl­ingu.

Ný brú yfir Ölfusá er meðal þeirra framkvæmda sem á …
Ný brú yfir Ölfusá er meðal þeirra fram­kvæmda sem á að flýta. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Þetta virðist ekk­ert þokast áfram, en ég er bjart­sýn­ismaður og vona það besta,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Hann seg­ir al­mennt sam­komu­lag þing­manna annarra flokka um mik­il­vægi sam­göngu­áætlun­ar en furðar sig á til­b­urðum Miðflokks­manna.

Starfs­áætl­un Alþing­is var tek­in úr sam­bandi í morg­un og óvíst hvort tak­ist að ljúka þingi á fimmtu­dag, líkt og til stóð. Sig­urður Ingi viður­kenn­ir að erfiðara verði að ljúka þing­inu á til­sett­um tíma eft­ir því sem umræður drag­ast á lang­inn. Enn sé þó raun­hæft að klára mál­in inn­an tím­aramma ef menn taka sig til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert