Starfsáætlun tekin úr sambandi

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Starfs­áætl­un Alþing­is hef­ur verið tek­in úr sam­bandi. Frá þessu greindi Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, við upp­haf þing­fund­ar í morg­un. Ný áætl­un hef­ur ekki lögð fram en ætla má að ekki tak­ist að ljúka þingi líkt og stefnt var að nú á fimmtu­dag.

Líkt og greint var frá í Morg­un­blaðinu í dag var það mat þing­flokks­formanna flestra flokka í gær að þingloka­samn­ing­ar væru í upp­námi og að ólík­legt væri að tæk­ist að ljúka þingi á til­sett­um tíma, þar sem umræður um sam­göngu­mál hafi farið langt fram úr áætl­un. Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa kennt málþófi þing­manna Miðflokks­ins um taf­ir og sagt þing­menn­ina taka þingið í gísl­ingu.

Þrátt fyr­ir breytta starfs­áætl­un verður eld­hús­dag­ur með óbreytt­um hætti á morg­un, þriðju­dag. Þing­fund­ur stend­ur nú yfir en fyrstu mál á dag­skrá eru, sem fyrr, sam­göngu­áætlan­ir til fimm og fimmtán ára, frum­varp um op­in­bert hluta­fé­lag um sam­göngu­fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og sam­vinnu­verk­efni um vega­fram­kvæmd­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert