Þinglokasamningar í uppnámi

Óvíst er um þinglok.
Óvíst er um þinglok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingloka­samn­ing­ar eru í upp­námi og ólík­legt að tak­ist að ljúka þingi á til­sett­um tíma, nú á fimmtu­dag. Þetta er mat flestra þing­flokks­formanna sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við.

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokka segja Miðflokks­menn halda þing­inu í gísl­ingu með málþófi um sam­göngu­áætlun en umræður stóðu yfir um málið fram á nótt á föstu­dag og all­an laug­ar­dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er þó ekki full samstaða um öll stjórn­ar­frum­vörp inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og óvíst hvort tak­ist að af­greiða frum­varp um breyt­ing­ar á sendi­herra­skip­an og hlut­deild­ar­lán fyr­ir sum­ar­lok. Þá þykir fyr­ir­séð að frum­varp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um nái ekki fram að ganga, en frum­varpið myndi flýta brott­vís­un um­sækj­enda um alþjóðlega vernd sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evr­ópu­ríki, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert