Þinglokasamningar í uppnámi

Óvíst er um þinglok.
Óvíst er um þinglok. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þinglokasamningar eru í uppnámi og ólíklegt að takist að ljúka þingi á tilsettum tíma, nú á fimmtudag. Þetta er mat flestra þingflokksformanna sem Morgunblaðið hefur rætt við.

Þingflokksformenn stjórnarflokka segja Miðflokksmenn halda þinginu í gíslingu með málþófi um samgönguáætlun en umræður stóðu yfir um málið fram á nótt á föstudag og allan laugardag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þó ekki full samstaða um öll stjórnarfrumvörp innan ríkisstjórnarflokkanna og óvíst hvort takist að afgreiða frumvarp um breytingar á sendiherraskipan og hlutdeildarlán fyrir sumarlok. Þá þykir fyrirséð að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái ekki fram að ganga, en frumvarpið myndi flýta brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd sem þegar hafa fengið vernd í öðru Evrópuríki, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert