Umbreyting við Austurvöll

Framkvæmdir við Icelandair hótelið sem rís nú við Austurvöll eru langt komnar, en þar er stefnt að verklokum í haust. Fyrir skömmu var sótt um að breyta því sem átti að verða að 650 fm skrifstofurými í hótelherbergi vegna mikils framboðs á skrifstofurými á svæðinu.

Í myndskeiðinu eru byggingarnar skoðaðar með dróna þar sem umfang framkvæmdanna sést vel. Icelandair hótelin eru sem kunnugt er í eigu malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka