Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að allir þeir sem þurfi að fara í sýnatöku fái leiðbeiningar um hvernig skuli bera sig að hér á landi á meðan niðurstöðu er beðið.
Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 460 farþega innanborðs. Af þeim þurfa um 300 að gangast undir sýnatöku sem framkvæmd verður um borð.
„Í ljósi þess þó hversu margir koma til fjórðungsins á morgun og þess að smit hafa nýverið komið upp hér innanlands, þykir aðgerðastjórn rétt að árétta að við íbúar gætum að eigin smitvörnum, hugum að tveggja metra reglunni og handþvotti sérstaklega. Þá er sprittnotkun á snertifleti mikilvæg sem fyrr, svo sem hurðarhúna og borð í verslunum og á veitingastöðum.“
Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 460 farþega innanborðs. Af þeim þurfa um 300 í sýnatöku sem...
Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, June 22, 2020