Fullbókað allar helgar á Hótel Sigló í sumar

Hótel Sigló á Siglufirði.
Hótel Sigló á Siglufirði.

Hótel Sigló á Siglufirði hefur verið fullt allar helgar frá því um miðjan maí og er fullbókað allar helgar í allt sumar. Þá er að bókast þokkalega virku dagana og á hótelstjórinn von á að sofið verði í öllum herbergjum allan júlímánuð.

„Nýting herbergjanna er ekki mikið síðri en var í fyrrasumar en verðið er miklu lægra,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló. Lægra meðalverð helgast af því að Hótel Sigló, eins og mörg ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni, er með sértilboð til að stuðla að ferðalögum Íslendinga innanlands.

Það hefur gengið vel á Siglufirði, eins og sést á aðsókninni. Allir gestirnir eru íslenskir því erlendir ferðamenn eru lítið farnir að láta sjá sig, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert