Senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun og af …
Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun og af 460 farþegum fóru um 300 í sýnatöku vegna COVID-19. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar, en þá er ferjan komin á sumaráætlun og liggur einungis í tvær og hálfa klukkustund við festar á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, en þar kemur fram að þessi stutti tími geri sýnatöku um borð í skipinu í höfn mjög erfiða. Þá sé gert ráð fyrir fjölgun farþega um borð og því er verið að leita leiða til að auðvelda sýnatöku.

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun og af 460 farþegum fóru um 300 í sýnatöku vegna COVID-19.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert