Skimað hjá fjórum sinnum fleiri en síðast

Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu við síðustu skimun.
Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu við síðustu skimun. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Heil­brigðis­starfs­fólki var flogið með þyrlu á Seyðis­fjörð nú fyr­ir skömmu til að aðstoða við skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni meðal farþega Nor­rænu. 

„Nú er að koma hingað þyrla með heil­brigðis­starfs­fólki til að ann­ast þessa sýna­töku. Það var ein­hver viðbót sem þurfti að koma að sunn­an. Hún er bara að lenda,“ seg­ir Árni Elís­son, toll­vörður á Seyðis­firði. 

Árni seg­ir að skimun sé ný haf­in og beðið sé eft­ir því að farþegar sem ekki þurfa að fara í sýna­töku fari frá borði. 

„Þetta hef­ur ekki gengið neitt ennþá. Skipið kom upp að fyr­ir ör­fá­um mín­út­um og sýna­töku­fólkið er ný­farið um borð. Við bíðum bara eft­ir því að fyrsta fólkið komi í land.“

Hátt í 500 manns komu með Nor­rænu til Seyðis­fjarðar í dag. Þar af eru um 120 Fær­ey­ing­ar sem eru und­an­skild­ir skimun við landa­mæri. Það eru því um 350 farþegar sem eru skimaðir í dag, en síðasta þriðju­dag var skimað fyr­ir veirunni hjá tals­vert færri farþegum, alls 80. 

Það er því ljóst að framund­an sé stór dag­ur seg­ir Árni. 

„Við erum af­skap­lega hepp­in með veðrið í dag. Það er sól og hiti þannig að það verða all­ir ró­legri fyr­ir vikið þegar veðrið er svona gott. Þeir hafa lagt áherslu á það hjá Smyr­il line að fá fólk um borð til að fylla út eyðublaðið fyr­ir fram. Það ræðst svo­lítið af því hvort að það hafi gengið eft­ir hve lang­an tíma þetta mun taka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert