Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir að það hafi verið sérstök upplifun að sitja á þingi á meðan heimsfaraldur geisar.
Hún þakkaði þríeykinu fyrir að halda þjóðinni upplýstri og róa hana þegar þurfti. Þar að auki þakkaði hún Kára Stefánssyni, starfsfólki íslenskrar Erfðagreiningar, og „ósýnilegu hetjunum í framlínustörfum,“ meðal annars starfsfólk í verslunum, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki.
Bjartey segist aldrei hafa efaðist að vel til tækist í baráttunni við kórónuveiruna, og segir hún að við búum traustri forustu í forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. „Það skiptir máli hver er við stjórnvölinn, ekki síst á erfiðum tímum.“
Telur Bjartey umhverfismálin vera mikil áskorun, þar sem augu heimsins beinast sem aldrei fyrr að málaflokknum. Hún minnist þá á Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, og segir frá áætlun í loftslagsmálum sem hann kynnti í vikunni.
„Náttúran heldur þó áfram að minna á sig og þessa dagana skelfur jörð í minni heimabyggð á Tröllaskaga. Náttúran okkar hér á Íslandi er stórbrotin, en getur jafnframt verið varasöm og mikilvægt er að við gleymum því aldrei að lykillinn að búsetu hérlendis er að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin,“ segir Bjartey að lokum.