Verkís tekur þátt í risaverkefni í Noregi

Risastórt jarðlestarverkefni er að fara af stað við Fornebu-flugvöllinn við …
Risastórt jarðlestarverkefni er að fara af stað við Fornebu-flugvöllinn við Ósló.

Verkís mun sjá um óháða rýni á hönnun og framkvæmdum vegna Fornebubanen, stærsta neðanjarðarlestarverkefnis í Noregi í seinni tíð. Er áætlaður heildarkostnaður um 225 milljarðar króna.

Magnús Skúlason, viðskiptastjóri og verkfræðingur hjá Verkís, segir það sérlega ánægjulegt fyrir Verkís að hafa fengið tækiværi til að vinna við þetta risaverkefni.

Hlutur Verkís sé töluverður og hafi aukist eftir því sem lengra hefur liðið frá útboðinu. Á næstu sex árum verða 8-10 starfsmenn Verkís að jafnaði í þessu, flestir hér á landi en einnig unnið í samstarfi við dótturfélag Verkís í Noregi.

Við höfum ekki séð mikið af stórum verkefnum hér á landi síðustu ár, en Norðmenn hafa sett aukinn kraft í jarðgangagerð, vegagerð og byggingar. Verkefnum okkar í Noregi hefur fjölgað töluvert og nóg verið að gera hjá dótturfélagi okkar,“ segir Magnús, í umfjöllun um mál þetta í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert