Enn dregur úr skjálftavirkninni

Senuþjófur næturinnar er jarðskjálfti 3,1 að stærð sem varð um …
Senuþjófur næturinnar er jarðskjálfti 3,1 að stærð sem varð um klukkan hálfeitt í nótt í grennd við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Heldur dregur úr jarðskjálftavirkninni við mynni Eyjafjarðar. Kort/Veðurstofan

Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi en heldur dró úr skjálftavirkninni í nótt. Enginn jarðskjálfti stærri en þrír hefur mælst frá miðnætti á Norðurlandi en skjálfti 3,1 að stærð varð um klukkan hálfeitt í nótt í grennd við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. 

Stærsti jarðskjálftinn við mynni Eyjafjarðar síðasta sólarhring mældist 3,4 og varð hann klukkan 10:15 í gærmorgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa yfir 4.500 skjálftar mælst frá því hrinan hófst um hádegi á föstudag. Heldur hefur þó dregið úr henni en 10 jarðskjálftar, þrír eða stærri, hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa. 

Enn mælist þó mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert