Framkvæmdir ekki stöðvaðar

Reykhólasveit. Horft af Hjallahálsi til suðurs í átt að Teigsskógi …
Reykhólasveit. Horft af Hjallahálsi til suðurs í átt að Teigsskógi sem væntanlegur vegur verður um. mbl.is/Helgi Bjarnason

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg verði stöðvaðar á meðan skorið yrði úr tveimur kærumálum á hendur Reykhólahreppi. Úrskurðurinn var birtur á mánudag. 

Landvernd fór fram á það að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan kærur vegna framkvæmdaleyfis Vegagerðarinnar eru til meðferðar, en deilt er um veginn vegna umhverfisáhrifa fyrirhugaðrar veglínu. 

Kærurnar sem eru til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni eru annars vegar frá Landvernd og hins vegar frá landeigendum að Hallsteinsnesi og Gröf, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Fuglaverndafélagi Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert