Íslensk tækni í kapphlaupi við risa á álmarkaði

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Álframleiðendur víða um heim eru að horfa til þess að þróa þessa tækni enda yrði það til að bylta álframleiðslu ef losun koltvísýrings yrði hverfandi en þess í stað yrði til súrefni við framleiðsluna,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur íslenska fyrirtækið Arctus Metals framleitt ál með nýrri tækni sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings. Í stað rafskauta úr kolefni eru notuð skaut úr málmblöndum og keramiki. Komist umrædd tækni á koppinn myndi koltvísýringsmengun frá íslenskum álverum alveg hætta.

Pétur segir í Morgunblaðinu í dag að lengi hafi verið unnið að þróun umræddrar tækni. Tvö alþjóðleg fyrirtæki með starfsemi hér á landi, Alcoa og Rio Tinto, hafi til að mynda stofnað fyrirtækið Elysis fyrir tveimur árum í samstarfi við kanadísk stjórnvöld og Apple. „Þar er leitast við að þróa svipaða tækni, kolefnislaus skaut. Þar er stefnt að því að hefja framleiðslu árið 2024 en fyrsti skammturinn af því áli var afhentur Apple í desember síðastliðnum,“ segir Pétur sem bendir sömuleiðis á að stórfyrirtækið Rusal hafi nýlega kynnt áform um samskonar tilraunaframleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert