„Stefnir núna í yfirgengilega talnarunu?“

Miðflokksmenn hafa ítrekað gagnrýnt borgarlínu og haldið uppi umræðum á …
Miðflokksmenn hafa ítrekað gagnrýnt borgarlínu og haldið uppi umræðum á Alþingi um samgönguáætlun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu er til umræðu á Alþingi. Miðflokksmenn eru komnir á mælendaskrá og ekkert lát virðist verða í dag á gagnrýni þeirra á borgarlínu. 

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hóf umræðurnar, en félagar hans í Miðflokknum, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru allir á mælendaskrá. 

Ann­arri umræðu um sam­göngu­áætlan­ir til næstu fimm og fimmtán ára lauk í gær er þing­menn Miðflokks­ins fluttu sín­ar síðustu ræður. Umræða hafði þá staðið í 46 klukku­stund­ir síðustu sex þingdaga og hélt Miðflokkurinn umræðunum uppi. 

Ari Traustason, þingmaður Vinstri Grænna, steig í pontu og spurði Birgi í andsvari sínu „hvort það stefni núna í eina yfirgengilega talnarunu hjá Miðflokknum aftur?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert