Veitingarekstur er ósjálfbær

28 veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og nágrenni hefur verið lokað …
28 veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og nágrenni hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Árni Sæberg

Tuttugu og átta veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og nágrenni hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta má sjá á samantekt veitingamannsins Jakobs Einars Jakobssonar á Jómfrúnni við Lækjargötu.

Ástæðan er ýmist gjaldþrot eða óvissa vegna áhrifa veirunnar. „Veitingarekstur er í raun ósjálfbær sem sakir standa. Sum tómu rýmanna eru þó að fyllast á ný og nýir rekstraraðilar komnir þar að. Bjartsýni er að aukast á ný,“ segir Jakob við ViðskiptaMoggann.

Áskoranir séu þó í rekstrinum, einkum út af miklum verðhækkunum á aðföngum, sem og hækkunum á launum og launatengdum gjöldum, að því er fram kemur í umfjöllun um veitingasölu í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert