Framkvæma fyrir NATO

Þessi kröftuga sög sagaði búta úr malbikinu, en þarna á …
Þessi kröftuga sög sagaði búta úr malbikinu, en þarna á að leggja grunn fyrir væntanlega þvottastöð fyrir flugvélar á varnarsvæðinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknað er með að framkvæmdum sem ætlað er að bæta aðstöðu Atlantshafsbandalagsþjóðanna á Keflavíkurflugvelli ljúki næsta vor, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Ásgeir segir framkvæmdirnar nú í fullum gangi en þær eru í undirbúningi á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll og kosta þrettán til fjórtán milljarða.

Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum bandaríska sjóhersins og hins vegar verkefni bandaríska flughersins. Í apríl hófust verkefni sjóhersins sem eru tvö, endurbætur á flugskýli 831 auk byggingar þvottastöðvar fyrir flugvélar á öryggissvæðinu. Framkvæmdir á vegum bandaríska flughersins við fyrsta áfanga viðhalds og endurbóta á flughlöðum og akstursbrautum á Keflavíkurflugvelli hófust í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert