Búrfellsgjá friðlýst

Undirritunin fór fram í gönguferð Ferðafélags Íslands í Búrfellsgjá.
Undirritunin fór fram í gönguferð Ferðafélags Íslands í Búrfellsgjá. Ljósmynd/Golli

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, undirritaði í gær friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og Selgjár ofan Garðabæjar, en undirritunin fór fram í gönguferð Ferðafélags Íslands í Búrfellsgjá í tilefni friðlýsingarinnar.

Búrfellsgjá varð til í miklu eldgosi fyrir um átta þúsund árum í litlum eldgíg, sem nefnist Búrfell. Í eldgosinu flæddi hraun úr gígnum niður á láglendið og út í sjó. Hraunin í miðbæ Hafnarfjarðar, í Garðabæ og Gálgahraun úti á Álftanesi eiga þannig öll uppruna sinn í Búrfelli og Búrfellsgjá, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka