Krefur Sorpu um 167 milljónir króna

Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr.
Hin nýja gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi reyndist dýr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, telur að ólöglega hafi verið staðið að uppsögn hans hjá fyrirtækinu í febrúar.

Hefur hann stefnt Sorpu og krefur fyrirtækið um 167 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og vegna uppgjörs námsleyfis.

Í stefnunni segir að uppsögnin hafi verið „saknæm og ólögmæt og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni,“ að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka