Samið við Hjólakraft um heilsueflandi hópastarf

Halldóra Gyða Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Keðjunnar og Þorvaldur Daníelsson í Hjólakrafti.
Halldóra Gyða Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Keðjunnar og Þorvaldur Daníelsson í Hjólakrafti. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Hjólakraftur hafa gert með sér samning um þjónustu við Keðjuna í sumar, en Keðjan veitir stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík.

Samningurinn er grundvallaður á styrk frá velferðarráði Reykjavíkurborgar en samið er um heilsueflandi hópastarf fyrir reykvísk börn og ungmenni í aðstöðu Hjólakrafts í Völvufelli í Efra-Breiðholti, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Starfsmaður Hjólakrafts mun starfa á sumarnámskeiðum ásamt starfsmönnum Keðjunnar í húsnæði Hjólakrafts, Brúnni og Leikvangi. Þar verða haldin sumarnámskeið á vegum Keðjunnar með það að markmiði að efla félagsþroska og bjóða upp á heilsueflandi hópastarf, bæði inni og úti, fyrir börn og ungmenni.

Nánar hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert