Vettvangur afhentur lögreglu í nótt

Efri hluti hússins hefur verið rifinn í kjölfar brunans.
Efri hluti hússins hefur verið rifinn í kjölfar brunans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vettvang brunans við Bræðraborgarstíg á fjórða tímanum í nótt.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is, en vinna slökkviliðs stóð yfir á vettvangi til klukkan hálffjögur. Aðallega var þar um að ræða niðurrif, auk þess sem slökkva þurfti í nokkrum glæðum.

Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum í gær og var allt tiltækt lið sent á vettvang. Mikill eldur logaði í húsinu og bjargaði slökkvilið nokkrum út úr logandi húsinu í gegnum glugga. Aðrir komust út af sjálfsdáðum, en tveir þurftu að stökkva út um glugga. Sex voru fluttir á slysadeild og þrír voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra.

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og …
Útkall barst vegna bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum í gær og var allt tiltækt lið sent á vettvang. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert