„Við vitum af svona húsum“

00:00
00:00

„Það eru nokk­ur svona hús og við vit­um af þeim,“ seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ. Hún seg­ir at­b­urðina í gær á Bræðra­borg­ar­stíg vekja upp mikla reiði og sorg ekki síst þar sem vitað hafi verið af vanda­mál­inu um langt skeið. 

Í mynd­skeiðinu er rætt við Drífu og Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ir, formann Efl­ing­ar, um at­b­urði gær­dags­ins þar sem þrír létu lífið í brun­an­um á Bræðra­borg­ar­stíg. Þær eru harðorðar þar sem lengi hafi verið reynt að knýja fram breyt­ing­ar sem myndu bæta úr aðbúnaði er­lends verka­fólks hér á landi ekki síst með til­liti til bú­setu.

Þær Drífa og Sólveig segja að lengi hafi verið vitað …
Þær Drífa og Sól­veig segja að lengi hafi verið vitað að aðstæður í hús­inu væru ófull­nægj­andi. mbl.is/​Hall­ur Már

Drífa seg­ir til að mynda að þegar verka­lýðsfé­lög­in nái sam­bandi við er­lent verka­fólk sem sé hér á vinnu­markaði hafi það í kjöl­farið misst vinn­una fyr­ir það eitt að vera í sam­bandi við fé­lög­in.

Þá eru mynd­ir af rúst­un­um við Bræðra­borg­ar­stíg sem voru tekn­ar með dróna í dag þegar tækni­deild Lög­regl­unn­ar var að rann­saka aðstæður. 

Eyðileggingin á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu er alger.
Eyðilegg­ing­in á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu er al­ger. mbl.is/​Hall­ur Már
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka