Háttsemin ekki til framdráttar

Réttur er settur.
Réttur er settur. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum farið yfir þessa góðu skýrslu og erum að vinna í útfærslu á tillögum sem koma fram í henni,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.

Skýrsla vinnuhóps Lögmannafélagsins varðandi lögmenn og #metoo er komin út. Vinnuhópurinn var skipaður í nóvember árið 2018 til að skoða og greina álitaefni tengd #metoo og lögmannastéttinni. Vinnuhópurinn lagði könnun fyrir félagsmenn síðasta haust en í henni kom fram að um 30% svarenda sögðu að vinnustaður þeirra hefði sérstaka stefnu til að koma í veg fyrir einelti eða áreitni á vinnustaðnum en um 60% vildu eindregið að vinnustaður þeirra hefði slíka stefnu. Helmingur lýsti því yfir að æskilegt væri að hægt væri að leita til sérstaks tengiliðar ef viðkomandi yrði fyrir eða yrði vitni að einelti eða áreitni.

Af svörum þátttakenda í könnuninni að dæma er ljóst að lögmannastéttin hefur ekki sloppið við óviðeigandi hegðun og áreitni, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert