Hjúkrunarfræðingar samþykktu miðlunartillögu

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, á kynningarfundi vegna miðlunartillögunnar.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, á kynningarfundi vegna miðlunartillögunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins með 64,36% atkvæða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi íslenskra hjúkrunarfæðinga, en þar segir að fjármála- og efnahagsráðherra hafi samþykkt miðlunartillöguna. 

Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2023. Niðurstaða Gerðardóms um afmarkaðan hluta launaliðar kjarasamnings mun liggja fyrir 1. september 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert