Vel fór á með forsetaframbjóðendunum tveimur, þeim Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins, og athafnamanninum Guðmundi Franklín Jónssyni í setustofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi áður en þeir héldu til kappræðna í beinni sjónvarpsútsendingu.
Munu Íslendingar kjósa á milli þeirra tveggja í dag, en þetta er í 9. sinn sem forsetakosningar eru haldnar í sögu lýðveldisins.
Á kjörskrá eru 252 þúsund manns og gera má ráð fyrir að fyrstu tölur birtist skömmu eftir lokun kjörstaða. Líklegt er að línur skýrist snemma í kvöld, að því er fram kemur í umfjöllun um kosningarar í Morgunblaðinu í dag.