Margir voru saman komnir við Alþingishúsið í hádeginu til að sýna aðstandendum þeirra sem létust í brunanum við Bræðraborgarstíg í vikunni samkennd, og erlendu verkafólki á Íslandi samstöðu.
Boðað var til samstöðufundar við Alþingishúsið til að vekja athygli á bágri stöðu erlendra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem mættu á Austurvöll til að sýna samtöðu voru lögreglu- og slökkviliðsmenn, auk Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Að loknum fundi verður gengið að húsinu við Bræðraborgarstíg þar sem þrír létust í eldsvoða síðastliðinn fimmtudag og mun fólki bjóðast að leggja blóm og rafmagnskerti við húsið til að minnast þeirra sem létust.