Snæfellsjökulshlaupið fór fram í tíunda skipti gær og var hlaupið frá Arnarstapa yfir jökulháls til Ólafsvíkur, alls 22 kílómetra leið þar sem hlaupið er upp brekkur yfir snjóalög.
Keppendur voru 270 að þessu sinni, sem er metþátttaka, en Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir hafa haldið utan um hlaupið frá byrjun ásamt góðu aðstoðarfólki og styrktaraðilum.
Í kvennaflokki sigraði Thelma Björk Einarsdóttir sem hljóp á 01:51:57. Helen Ólafsdóttir varð önnur, hljóp á 01:57:45, og Mari Jaersk varð í þriðja sæti á tímanum 02:01:21.
Maxime Sauvageon sigraði í karlaflokki á tímanum 01:36:26, Sigurjón Ernir Sturluson varð annar á tímanum 01:37:25 og Grétar Örn Guðmundsson þriðji á tímanum 01:39:59.