Fari undir eitt þak

Slökkviðliðs- og lögreglumenn saman á vakt í Skógarhlíðinni.
Slökkviðliðs- og lögreglumenn saman á vakt í Skógarhlíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins aug­lýsti um helg­ina eft­ir upp­lýs­ing­um um 30 þúsund fer­metra lóð eða hús­næði fyr­ir sam­eig­in­lega aðstöðu lög­gæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborg­ar­svæðinu. Und­ir­bún­ing­ur þessa hef­ur staðið um nokk­urt skeið og á síðustu mánuðum með meiri þunga en áður.

Að vinnu með Fram­kvæmd­sýsl­unni hafa komið full­trú­ar fjár­mála- og dóms­málaráðuneyt­is auk full­trúa embætt­anna en um 100 starfs­menn þeirra hafa tekið þátt í grein­ing­ar­vinnu sem markaðskönn­un­in núna bygg­ist á.

Aug­ljós hagræðing

„Hagræðing­in og ávinn­ing­ur­inn er aug­ljós og mik­ill. Með því að all­ir verði und­ir einu þaki má ná fram sparnaði en einnig gera þjón­ustu mark­viss­ari og stytta viðbragðstíma, með auk­inni sam­vinnu ólíkra aðila,“ seg­ir Guðrún Ingvars­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.

Í upp­hafi var áhersl­an sú að finna hent­ugt hús­næði fyr­ir lög­regl­una, það er embætti Rík­is­lög­reglu­stjóra og Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu – en það er nýtt hús­næði fyr­ir miðborg­ar­stöð henn­ar. Í starfi þessu varð fólki ljóst að bet­ur færi að fleiri yrðu með í verk­efn­inu og bætt­ust því við Land­helg­is­gæsl­an, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, Toll­gæsl­an, Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins og Neyðarlín­an 112.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert