Greiðsluþátttaka SÍ nái til sálfræðiþjónustu

Að frumvarpinu stendur meira en þriðjungur þingheims.
Að frumvarpinu stendur meira en þriðjungur þingheims. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir níu þingmenn velferðarnefndar Alþingis leggja til að frumvarp um að almenn sálfræðiþjónusta og önnur sambærileg þjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verði lögfest með breytingum sem nefndin kom sér saman um.

Þetta kemur fram í nýbirtu sameiginlegu nefndaráliti þingmannanna við frumvarpið sem lagt var upphaflega fram síðastliðið haust af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Viðreisnar, auk 22 annarra þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi.

Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og sé þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.

„Að frumvarpinu stendur meira en þriðjungur þingheims þvert á þingflokka. Má því merkja skýran vilja til að sýna það í verki að þingið getur staðið saman að mikilvægum úrbótum og afgreitt góð mál á málefnalegan og faglegan hátt,“ segir í nefndarálitinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert