Markmið um aukna skógrækt séu skýr

Skógræktarfólk með skóflur á lofti í Þingvallasveit um helgina.
Skógræktarfólk með skóflur á lofti í Þingvallasveit um helgina. Ljósmynd/Ragnhildur Freysteinsdóttir

Alls níutíu tré, eitt fyrir hvert ár, af íslenskum tegundum, birki, reynir og blæösp, voru gróðursett í Vinaskógi í Þingvallasveit á laugardaginn, 27. júní, á samkomu Skógræktarfélags Íslands þar sem þess var minnst að þennan dag voru rétt og slétt 90 ár frá stofnun félagsins.

„Skógræktarstarf á Íslandi hefur jafnan byggst á áhuga fólks og hugsjónum sem aldrei hafa slokknað. Þá er mjög ánægjulegt að ungt fólk er virkt í starfinu, verið er að stofna ný skógræktarfélög og víða um landið er verið að gróðursetja plöntur í nýjum landgræðsluskógum,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Í ávarpi sem Jónatan flutti í Vinaskógi í tilefni afmælisins sagði hann mörg, stór og háleit markmið framundan í skógræktinni. Nú sé um eitt og hálft prósent landsins vaxið skógi eða kjarri. Íslendingar séu eftirbátar annarra Evrópuþjóða í skógræktarmálum, en hafi þó í mörgu tilliti náð góðum árangri og góð þekking hefur skapast á umliðnum árum. Skógræktarfélögin um allt land, sem eru alls um 60 með um 7.500 félagsmenn, eigi stóran þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert