Um 30 stjórnarfrumvörp verði afgreidd fyrir þinglok

Kát á hjalla hjá Birgi Ármannssyni og Svandísi Svavarsdóttur.
Kát á hjalla hjá Birgi Ármannssyni og Svandísi Svavarsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir að um 30 stjórnarfrumvörp verði afgreidd áður en þingstörfum lýkur á morgun.

„Við gerum ráð fyrir því að megnið af þeim stjórnarfrumvörpum sem eru tilbúin úr nefndum klárist,“ segir hann í Morgunblaðinu æi dag.

Á meðal þeirra er samkeppnislagafrumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýsköpunar- og atvinnuvegaráðherra, þar sem lagðar eru til breytingar sem miða að því að bæta framkvæmd samkeppnislaga og uppfæra hluta þeirra til samræmis við gildandi EES-rétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert