Aðgerðir vegna hættulegs húsnæðis

Efnt var til kyrrðarstundar við Bræðraborgarstíg 1 í gær til …
Efnt var til kyrrðarstundar við Bræðraborgarstíg 1 í gær til að votta þeim sem létust í eldsvoðanum í síðustu viku virðingu. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Við lítum málið auðvitað alvarlegum augum og markmiðið með rannsókninni er að ákveða hvernig við ætlum að vinna þetta áfram og læra af þessum harmleik,“ segir Davíð Snorrason, forstöðumaður brunamála hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Stofnunin hefur hafið rannsókn vegna brunans á Bræðraborgarstíg í síðustu viku. Rannsóknin beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu. Hún er skilgreind sem sjálfstæð rannsókn sem unnin er í samtarfi við lögreglu og slökkvilið.

Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hefur boðað slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúann í Reykjavík til fundar í dag vegna málsins. Þar verða rædd þau verkefni sem hafa verið í gangi varðandi eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.

„Við munum meðal annars kanna hvernig slökkviðið hefur unnið og brugðist við. Ef þar kemur í ljós að breyta þarf lögum og reglum þá munu menn ekki skorast undan að bregðast við því,“ segir Davíð í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert