Ísland í 2. flokki í úttekt á mansali

Íslensk stjórnvöld uppfylla ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali, samkvæmt nýrri skýrslu um stöðu mansals í löndum í heiminum.

Skýrslan er byggð á úttekt bandaríska utanríkisráðuneytisins, en samkvæmt henni fellur Ísland í annan flokk fjórða árið í röð, sem þýðir að stjórnvöld uppfylli ekki að fullu skilyrði um mansal, en hafi sýnt viðleitni til þess.

Stjórnvöld hafa tekið skref til að bæta aðgerðir gegn mansali, en Ísland er gagnrýnt fyrir m.a. skort á sérfræðiþekkingu og að ekki sé nægilegt eftirlit með viðkvæmum samfélagshópum.

Ísland þarf skv. úttektinni að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir til að bera kennsl á möguleg fórnarlömb, ásamt því að bæta sérfræðiþekkingu í rannsókn mála og öflun sönnunargagna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert