MDE fjallar um mál Magnúsar

Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg.
Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg. mbl.is/Þórður

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka kæru Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Magnús var sakfelldur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvik í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Með sakfellingunni var dómi héraðsdóms snúið við að hluta, en þar var tveimur ákæruliðum á hendur Magnúsi vísað frá dómi og hann sýknaður af öðrum ákærum.

Kæra Magnúsar byggir á því að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf í málinu vegna starfa sona þeirra, en sonur Ingveldar var aðstoðarsaksóknari hjá Sérstökum saksóknara og sonur Þorgeirs yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupsþings.

Í niðurstöðu MDE um Al Thanimálið var komist að þeirri niðurstöðu að hæfi dómarans Árna Kolbeinssonar hefði ekki verið hafið yfir vafa en sonur hans starfaði fyrir bankann bæði fyrir fall hans og eftir að hann varð gjaldþrota. Í kæru Magnúsar er einnig byggt á hlutafjáreign dómara í föllnu bönkunum og vísað til Viðars Más Matthíassonar, Ingveldar Einarsdóttur, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Markúsar Sigurbjörnssonar.

Magnús var sakfelldur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvik í …
Magnús var sakfelldur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvik í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Ljósmynd/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert