Óumdeilt að kröfur hafi verið óuppfylltar

Vegarkaflinn á Vesturlandsvegi.
Vegarkaflinn á Vesturlandsvegi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Óumdeilt er að yfirlögn á vegarkafla á Kjalarnesi, þar sem banaslys varð á sunnudag, hafi ekki uppfyllt kröfur Vegagerðarinnar.

Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, spurð að því hvort verktakinn sem lagði yfirlögnina á vegarkaflann væri ósammála því mati stofnunarinnar að hann hefði ekki staðist kröfur.

Bergþóra fundaði með verktökunum í gær og átti einnig fund með mótorhjólamönnum, en banaslysið varð þegar mótorhjól og húsbíll skullu saman.

Á vegarkaflanum sem slysið varð á var nýtt malbik sem var afar hált og stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar.

Nú á að leggja nýja yfirlögn á kaflann en sami verktaki mun annast það verk og lagði hálu yfirlögnina, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert