Þingmaður fékk óhugnanlega sendingu

Kolbeinn segir það furðulega tilviljun ef sendingin er ekki pólitísk.
Kolbeinn segir það furðulega tilviljun ef sendingin er ekki pólitísk. Skjáskot/Facebook

Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri græna, barst óhugnanleg sending í dag. Þrír plastpokar með hvítu dufti voru settir inn um bréfalúgu Kolbeins, en hann telur sendinguna pólitíska. 

„Mér finnst ekkert ólíklegt að þetta tengist afgreiðslu Alþingis á málum í nótt en auðvitað veit maður ekkert um það,“ segir Kolbeinn í samtali við mbl.is. Sendingin væri furðuleg tilviljun ef pólitískur hvati búi ekki að baki, en Alþingi felldi í nótt frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna. 

Kolbeinn segir að sér hafi verið ráðlagt að hafa samband við lögreglu vegna málsins. „Þannig að ég gerði það og hún kom og fjarlægði þetta.“

Hann segist ekki vita hvaða efni var í pokunum en að það kæmi sér ekki á óvart ef um lyftiduft eða eitthvað álíka væri að ræða. 

„En ég bara trúi á það góða í manninum og trúi því að þetta hafi verið eitthvað svoleiðis. Mér finnst leitt ef að pólitísk umræða er komin á þetta stig. En gert er gert,“ segir Kolbeinn og bætir við að hann hafi ekki lent í álíka áður. 

Færsla Kolbeins á Facebook þar sem hann vakti athygli á …
Færsla Kolbeins á Facebook þar sem hann vakti athygli á málinu. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert