Alfarið hægt að skilja veskið eftir heima

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér um bil 200.000 Íslend­ing­um með bíl­próf býðst nú að vera með sta­f­rænt öku­skír­teini í sím­an­um. Það ógild­ir ekki gamla góða kortið, en los­ar mann við þörf­ina á að hafa það meðferðis öll­um stund­um.

Þrír ráðherr­ar og rík­is­lög­reglu­stjóri kynntu nýju lausn­ina við nokkra kátínu í fjár­málaráðuneyt­inu rétt fyr­ir há­degi í dag. Einn þeirra er Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra, en henn­ar ráðuneyti út­færði skír­tein­in: „Það er mjög gam­an að þetta sé orðið að veru­leika. Von­andi ein­fald­ar þetta líf fólks og ger­ir það að verk­um að það geti skilið veskið eft­ir heima,“ sagði hún í sam­tali við mbl.is eft­ir blaðamanna­fund­inn.

Íslend­ing­ar eru núm­er tvö á eft­ir Norðmönn­um að koma svona kerfi á fót. „Það er al­veg lág­mark að við séum önn­ur þjóð í Evr­ópu til að koma þessu á,“ sagði Áslaug á fund­in­um. Þessi mál eru enn ekki kom­in eins langt inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra, og því enn ekki hægt að bera fyr­ir sig sta­f­ræna skír­teinið í út­lönd­um.

End­an­lega hægt að skilja veskið eft­ir heima

Skír­teinið á að geta verið virkt í korta­vesk­inu í snjallsím­un­um á sömu slóðum og marg­ir hafa þegar komið greiðslu­kort­um sín­um fyr­ir. Það er þekkt að marg­ir eru farn­ir að skilja greiðslu­kort eft­ir heima og stund­um gerv­allt veskið í leiðinni og kemst þessi hóp­ur þá í hann krapp­ann þegar yf­ir­valdið biður hann að sýna fram á öku­rétt­indi sín. Sá vandi ætti nú að vera úr sög­unni, nema önn­ur nauðsyn­leg kort komi við sögu.

Sta­f­ræna lausn­in hef­ur þegar tekið gildi, þannig að fara má inn á is­land.is/​okuskirteini og sækja skil­rík­in, eins og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hélt inn­blásna sýni­kennslu um á fund­in­um, en hon­um hef­ur eins og dóms­málaráðherra benti á verið mjög í mun um að sta­f­rænu­væða stjórn­sýsl­una.

Fjármálaráðherra kynnti kerfið á vefnum.
Fjár­málaráðherra kynnti kerfið á vefn­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sta­f­ræn skil­ríki, ef maður er með bíl­próf

Sta­f­rænu skil­rík­in eiga að hafa al­veg sama gildi og hin kjöt­legu og eiga því að vera gild skil­ríki í kosn­ing­um og öðru slíku. Að geta sannað á sér deili með sta­f­rænu móti á slík­um vett­vangi verður þó um sinn einka­rétt­ur þeirra sem einnig hafa öku­rétt­indi, því að nafn­skírteini, sem hef­ur sama gildi og öku­skír­teini nema að því leyti að það er óskylt öku­rétt­ind­um, hef­ur enn ekki und­ir­geng­ist þessa sömu sta­f­rænu bylt­ingu.

Áslaug seg­ir þó að það standi til bóta. „Það er ekki kom­in nein ra­f­ræn lausn á því en það þarf að búa til ný lög um nafn­skírteini og það er á dag­skrá í ráðuneyt­inu. Það hef­ur ekki verið kom­ist í það,“ seg­ir Áslaug.

Upp­fært 13.43: Mikið álag virðist vera á is­land.is, sem veld­ur því að ein­hverj­ir eiga í erfiðleik­um með því að sækja skír­teinið sitt.

Skírteinin komin í símana, en haldið fyrir persónugreinanlegan kóða sem …
Skír­tein­in kom­in í sím­ana, en haldið fyr­ir per­sónu­grein­an­leg­an kóða sem er best að bara lög­regl­an berji aug­um: Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert