Fjögur ný kórónuveirusmit greindust í gær, þrjú við landamæraskimun og eitt á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fólki í sóttkví fjölgar úr 415 í 434. Ellefu eru nú með virkt smit, einum færri en í gær. Frá upphafi hafa 1.847 smit verið staðfest hér á landi. Þetta kemur fram á covid.is.
Alls hafa um 15.000 manns farið í sýnatöku við landamæri frá 15. júní og fjórir hafa reynst með virkt smit en 20 reyndust ekki smitandi. Beðið er eftir niðurstöðu úr sýnum þeirra þriggja sem greindust í gær hvort um sé að ræða virkt smit.
Alls voru 1.310 sýni tekin við landamæraskimun í gær. 465 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 263 sýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.