Felur ekki í sér skuldbindingu

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Golli

„Það að þetta fer í samráðsgátt felur í sér að það er verið að óska eftir hugmyndum og athugasemdum en felur ekki í sér á þessu stigi neina skuldbindingu flokkanna um að leggja fram frumvarp í þessa veru,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Forsætisráðuneytið setti í gær inn í samráðsgátt stjórnvalda tillögur að frumvarpi um breytingar á II. kafla stjórnarskrár Íslands sem fjallar um forsetaembættið og framkvæmdarvaldið. Meðal breytinga sem lagðar eru til er að kjörtímabil forseta verði lengt í sex ár og að sami maður geti að hámarki gegnt embætti forseta í tólf ár. Einnig er lagt til að orðalag ákvæða um myndun ríkisstjórnar verði skýrt og fært til samræmis við áralanga framkvæmd.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Birgir líta svo á að tilgangurinn með tillögunum sé fyrst og fremst sá að setja fram í formi frumvarps breytingar sem eigi að færa orðalag ákvæða stjórnarskrárinnar nær veruleikanum – „eins og framkvæmdin hefur verið síðustu 75 ár“. Hann segist persónulega vera fylgjandi slíkum breytingum en segir að í frumvarpinu megi finna tillögur að ýmsum fleiri breytingum sem hann telur kalla á frekari umræðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert