Áfram gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna

Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu í viku.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu í viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á sjötugsaldri var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sjö daga  áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er í haldi í tengslum við rannsókn lögreglu á brunanum sem varð á Bræðraborgarstíg 1 í síðustu viku. Þar er eldur talinn hafa kviknað í kjölfar íkveikju.

Rannsókninni er sagt miða vel áfram, en að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert