Bíða enn hlutabóta frá því í maí

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við hömumst við að afgreiða mál á hverjum einasta degi,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Stofnuninni hefur ekki tekist að anna þeirri spurn sem verið hefur eftir hlutabótaleið stjórnvalda. Þannig voru um síðustu mánaðamót um 260 einstaklingar sem áttu eftir að fá greiddar hlutabætur vegna maímánaðar. Það er um 1% af heildarfjölda á hlutabótaleiðinni í þeim mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Vonast er til þess að hægt verði að ljúka þessum málum í byrjun næstu viku.

Atvinnurekandi sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni sagði að þetta hefði komið starfsfólki sínu afar illa. Dæmi væri um að fólk gæti ekki greitt húsaleigu af þessum sökum.

„Við höfum ekki náð að anna öllu enda vorum við ekki hönnuð fyrir þennan fjölda umsókna. Þetta voru um 50 þúsund manns í apríl og maí og kerfið sprakk. Við vonumst til að ná að vinna niður þennan skafl í júlí og ágúst,“ segir Unnur en námsmenn hafa verið fengnir til starfa hjá VMSÍ til að flýta fyrir afgreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert